Fögnuðu lengsta áætlunarflugi í sögu Íslands en notuðu rangan fána

Auglýsing

Flugfélagið WOW air hóf í gær lengsta áætlunarflug Íslandssögunnar þegar flogið var til Nýju-Delí, höfuðborgar Indlands. Mikil fagnaðarlæti voru í tilefni flugsins í gær en þó virðist einhver misskilningur hafa orðið í fánamálum en á samfélagsmiðlum flugfélagsins birtust myndir af flugfreyjum haldandi á írska fánanum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

WOW birti mynd á Twitter af tveimur flugfreyjum sem héldur á írska fánanum en ekki þeim indverska. Myndin hefur nú verið fjarlægð af miðlinum.

Fánarnir eiga það sameiginlegt að vera hvítir, grænir og appelsínugulir en línurnar í þeim indverska eru láréttar á meðan þær eru lóðréttar á írska fánanum. Það virðist samt svo að indverski fáninn hafi einnig verið notaður en hann má sjá bregða fyrir á myndbandinu hér að neðan. Á honum er einnig að finna hið svokallaða Ashoka-hjól sem er ekki á þeim írska.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram