Fólkið sem rauf þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni manneskja ársins hjá Time

Fólkið sem rauf þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni er manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.

Time kallar hópinn, sem samanstendur að mestu leyti af konum, „the Silence Breakers“ og í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hópurinn sé náskyldur kassamerkinu #MeToo, sem fór á flug eftir að ásakanir á hendur framleiðandans Harvey Weinstein komu upp á yfirborðið.

Samkvæmt Time er kassamerkið aðeins hluti af heildarmyndinni. „Þetta er hraðskreiðasta breyting á samfélaginu sem við höfum sé í áratugi,“ Edward Felsenthal, yfirritstjóri Time.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í öðru sæti í valinu. Time hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927.

Auglýsing

læk

Instagram