Think About Things á lista Time yfir tíu bestu lög ársins

Tímaritið Time hefur nú gert lista yfir tíu bestu lög ársins 2020.

Á listanum má sjá lög eins og “WAP”  með Cardi B og Megan Thee Stallion, „Little Nokia“ í flutningi Bree Runway og Think About Things með Daða og Gagnamagninu.

Í greininni er talað um að eftir að Eurovison keppninni var aflýst hafi lag Daða og Gagnamagnsins öðlast eigið líf og farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Enda sé lagið einstaklega skemmtilegt, með grípandi viðlag og „grúví“ bassa. Lagið er í sjötta sæti á lista Time.

Auglýsing

læk

Instagram