Auglýsing

Fordæmalaus auglýsing á samfélagsmiðlum: Bjóða fíkniefni í æð fyrir stolin rafhlaupahjól

Íslenskt par er sagt svífast einskis í viðskiptum með þýfi á samfélagsmiðlum en í gær greindi fréttavefurinn DV.is frá fordæmalausri auglýsingu parsins í hópnum „Rafhlaupahjól á Íslandi.“

„…og auðvitað gott í æðina, auðvitað fyrir þá sem vilja auðvita er eg með nokkur efni i boði“

Í auglýsingunni, sem DV birtir skjáskot af í fréttinni, kemur fram að einstaklingur óski eftir kraftmiklu hlaupahjóli sem gjarnan má vera stolið, segir í raun að það sé bara betra.

Brjálað að gera í sölu á þýfi

„…og auðvitað gott í æðina, auðvitað fyrir þá sem vilja auðvita er eg með nokkur efni i boði fyrir þá sem vilja vantar þetta nuna sem fyrst ig helst i dag,“ segir í auglýsingunni sem fékk vægast sagt dræmar undirtektir.

DV greinir frá því að umræddur einstaklingur sé unnusti konu sem var í fréttum í síðustu viku vegna ásakana um þjófnað en hún hefur „birt urmul söluauglýsinga á Facebook þar sem þjófstolnir munir eru boðnir til sölu, t.d. barnahjól, snjallsímar, verkfæri, rafskútur, hljómflutningstæki og margt fleira,“ segir í frétt DV.

Sama fólk ár eftir ár

Þá er einnig rætt við Bjartmar Leósson sem stundum hefur verið nefndur „hjólahvíslarinn“ – landsþekktur fyrir baráttu sína gegn reiðhjólaþjófnuðum sem og öðrum lögbrotum.

„Hvað sem býr að baki þessum pósti þá er þetta engu að síður raunveruleikinn hérna í Reykjavík. Stolnir hlutir eru notaðir til fíkniefnakaupa og þannig hefur þetta rúllað lengi, oftar en ekki hjá sömu einstaklingunum, ár eftir ár. Allir vita af þessu en enginn gerir neitt. Mér finnst það bara vera rosalega erfið tilhugsun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing