Forsetinn leggur til að fótboltastrákarnir í Tælandi fái að leiða inn á völlinn í úrslitaleik HM

Hópur tælenskra drengja og fótboltaþjálfarinn þeirra sátu fastir í helli í Tælandi í níu en eru nú fundnir heilir á húfi. Það gæti tekið margar vikur að bjarga þeim úr hellinum en þeir þurfa að læra að kafa til að komast út vegna úrhellisrigningar á svæðinu sem hefur fyllt stóran hluta hellana að vatni.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands leggur til að drengirnir fái að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í Rússlandi.

Guðni sagðist á Facebook-síðu sinni vona að björgun fótboltadrengjanna gangi vel en hann leggur til að þeir sem ráði bjóði drengjunum að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta sem fer nú fram í Rússlandi.

Það á eftir að koma í ljós hvort að þessu verði en mörgun líst þó vel á hugmyndina enda rúmlega 850 manns búnir að líka við innleggið

Auglýsing

læk

Instagram