Frans, kærasti Sólrúnar Diego, svarar spurningum lesenda — sendu inn spurningu!

Auglýsing

Snapchat-stjarnan Sólrún Diego hefur beðið fólk um að hætta að hafa samband við Frans, kærasta sinn, með fyrirspurnir sem tengjast henni. Beiðnin vakti mikla athygli en Frans hefur bæði þurft að svara aðdáendum Sólrúnar ásamt auglýsendum og öðrum sem þurfa að hafa samband við hana.

Sólrún nýtur gríðarlegra vinsælda, er með tugi þúsunda fylgjendur á Snapchat, Facebook og Instagram þannig að Frans hefur eflaust þurft að svara um hana ófáum fyrirspurnum. Sólrún sendi frá sér bókina Heima fyrir jólin sem hefur rokið út og var hún um tíma fyrir ofan Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur á lista yfir söluhæstu bækurnar.

En hvað ef við viljum bara spyrja Frans? Hvað ef hann er sá eini sem getur svarað okkur? Nútíminn fékk Frans með í lið og ætlar að bjóða lesendum sínum að spyrja hann að hverju sem er í eitt skipti fyrir öll. Ertu í vandræðum með jólagjafirnar? Brunnu smákökurnar? Hvernig nær maður súkkulaði úr skyrtu? Ekkert er Frans óviðkomandi.

Smelltu hér til að senda inn spurningu! Frans mun svo svara bestu spurningunum á Nútímanum

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram