Auglýsing

Freyja Haralds segir upptökurnar dæmi um kerfisbundið hatur valdhafa

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­maður Bjartrar fram­tíðar og bar­áttu­kona tjáði sig um upptökur sem náðust af þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir að um kerfisbundið hatur sé að ræða sem beinist harðast að konum, hinsegin fólki, fötluðu fólki og karlmönnum sem passa ekki inn í ríkjandi hugmyndir um skaðlega karlmennsku.

Freyja er ein af þeim sem þingmennirnir tala með niðrandi hætti í upptökunum. Á upptökunum sem DV birti má heyra einn þingmann herma eftir sel þegar talið berst að Freyju.

„Það er hvorki tilviljun né einsdæmi að akkúrat þessir hópar séu viðfang orðaníðs fólks með mikil forréttindi. Það er alltumlykjandi – alltaf,“ segir Freyja.

Hún segir að fyrstu viðbrögð við hatursorðræðunni hafi verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnudaginn sinn en að auðvitað hafi hún ekki haldið áfram með daginn sinn að neinu ráði. „Þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi gerir,“ segir Freyja.

Hún segir aðför að fatlaða líkama hennar sem dýrslegum ekki bara það „að gera grín að fötluðum“ heldur sé það birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningu. Fyrirlitningu sem á sér djúpar sögur sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra.

Hún segir hatursorðræðu valdhafa grafalvarlega og að hún afhjúpi viðhorf þeirra sem eiga í hlut. Þá segir hún að eina leiðin til þess að biðjast afsökunar af trúverðugleika sé að taka ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér.

Sjáðu stöðuuppfærslu Freyju

Efnisviðvörun: hatursorðræða á grundvelli fötlunar, kyngervis, kynhneigðar og kynvitundar.Mín fyrstu viðbrögð við…

Posted by Freyja Haraldsdóttir on Fimmtudagur, 29. nóvember 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing