Freyja segir að mál sitt gegn Barnaverndarstofu hafa einkennst af fordómum

Í gær sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir þegar að henni var neitað um að gerast fósturforeldri í október á síðasta ári.

Í dómnum segir að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum og að höfuðmarkmiðið sé að gæta öryggis og réttinda fósturbarna. Freyja segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði í viðtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Freyju Haralds neitað um að gerast fósturforeldri og ætlar í mál við Barnaverndarstofu

„Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja við Fréttablaðið.

Auglýsing

læk

Instagram