Gullverðlaunahafi Íslendinga í sykurgerðarlist á leið í fangelsi

Denis Shramko vann til gullverðlauna með íslenska kokkalandsliðinu í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg um síðustu helgi. Á föstudaginn var hann dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.

Dómurinn var kveðinn upp daginn áður en Denis hlaut til gullverðlaunanna í Lúxemborg en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstóla. Líkamsárásirnar sem Denis var ákærður fyrir áttu sér stað í janúar og mars árið 2016.

Denis hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás en hann hlaut 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015 og fyrir að hafa hlaupið af vettvangi þegar hann ók bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016.

Auglýsing

læk

Instagram