Auglýsing

Friðrik Dór og Lísa selja einbýlishúsið: „Í raun fáránlegt að við séum að selja“

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa sett einbýlishús sitt í Hafnarfirði á sölu. Friðrik greindi frá þessu á Facebook í dag.

Sjá einnig: Áslaug Arna selur íbúðina í Stakkholti

„Hér er dýrðlegt að drekka morgunbollann á pallinum, stutt í nýja ærslabelginn á Víðistaðatúni, skóla og leikskóla og auðvitað stutt í miðbæinn okkar fagra. Ég sé það núna þegar ég skrifa þennan texta að það er í raun fáránlegt að við séum að selja,“ skrifar Friðrik en þau ætla sér að færa sig um set í Hafnarfirðinum.

Á vef Vísis segir um húsið að það sé mikið endurnýjað fjögurra herbergja einbýlishús á góðum stað en eignin er á þremur hæðum. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi. Hér að neðan má sjá myndir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing