Frosti telur ólíklegt að grundvöllur sé fyrir útflutningi á áburði

Eins og Nútíminn greindi frá í gær hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu á ný um að fela ríkisstjórninni að kanna hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju í Helguvík eða í Þorlákshöfn.

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar, var meðflutningsmaður tillögunnar á síðasta þingi en ekki nú. Hann hefur kynnt sér málið:

Ég var með á tillögunni í fyrra skiptið þar sem ég taldi áhugavert „að kanna hagkvæmni“ áburðarverksmiðju og hvort slík framleiðsla gæti átt möguleika hér. Síðan þá hef ég haft tíma til að kynna mér þetta aðeins betur og tel nú frekar ólíklegt að grundvöllur sé fyrir útflutningi á áburði frá Íslandi. Ég er því ekki á tillögunni í þetta sinn.

Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir flytja tillöguna á ný með Þorsteini. Þau eru öll þingmenn Framsóknarflokksins og voru öll meðflutningsmenn tillögunnar þegar hú var lögð fram á síðasta þingi.

Auglýsing

læk

Instagram