Fyrirbyggjandi lyf við HIV smitum fæst nú frítt á Íslandi

Truvada, lyf sem kemur í veg fyrir HIV-smit, er nú komið í sölu á Íslandi í fyrsta skipti. Þeir sem stunda óvarið kynlíf geta nú fengið þessi lyf að kostnaðarlausu til þess að koma í veg fyrir HIV-smit. Frá þessu er greint á vef Gay Iceland.

Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við Gay Iceland að þetta séu gleðitíðindi. Lyfið mun fást endurgjaldslaust á göngudeild smitsjúkdóma að loknu áhættumati. Lyfið er fæst endurgjaldslaust á göngudeild smitsjúkdóma að loknu áhættumati.

„Ég er mjög ánægð. Ég hef verið að fylgjast með þessi verkefni frá árinu 2012 eða frá því að lyfið var samþykkt í Bandaríkjunum,” segir Bryndís.

Truvada er ætlað einstaklingum í áhættuhópi og er í raun tvö HIV lyf í einni pillu. Það er tekið daglega í forvarnarskyni. Lyfið hefur verið notað í 19 ár en einungis nýlega hefur verið farið að nota það í fyrirbyggjandi aðgerðum.

Bryndís hefur mikla trú á lyfinu og segir rannsóknir sýna það séu 90 prósent minni líkur á smiti á meðal áhættuhópa. Það sé stórkostlegur árangur. Hún segir þó að meðferðin henti ekki öllum og kjósi einstaklingur að hefja meðferð verði hann að vera tilbúinn að skuldbinda sig til daglegrar lyfjatöku.

Auglýsing

læk

Instagram