Fyrsta kvenofurhetjan í yfirstærð væntanleg í kvikmyndahús

Fyrsta kvenofurhetjan í yfirstærð er væntanleg í kvikmyndahús. Sony Pictures hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu myndar um ofurhetjuna Faith Herbert úr teiknimyndaheimi Valiant Comics. Handritshöfundur þáttanna American Gods, Maria Melnik, hefur verið ráðin til að skrifa handrit myndarinnar.

Faith Herbert er lýst sem glaðlegri persónu sem elskar vísindaskáldskap og myndasögur. Hún mun geta flogið og notað hugarorku. Myndin mun fjalla um það þegar hún flytur til Los Angeles og fer að vinna sem blaðamaður.

Persóna Herbert kom fyrst til sögunnar í myndasögum Valiant Comics árið 1992, sem hluti af Harbinger-teyminu. Hún varð vinsæl meðal lesenda sem varð til þess að hún fékk sína eigin myndasögu. Framleiðsla kvikmyndarinnar á að vera til þess að auka fjölbreytni í ofurhetjuheiminum, sem er frekar einsleitur þar sem vöðvastæltir karla og „módel-mjóar“ konur ráða ríkjum samkvæmt frétt Deadline.

Auglýsing

læk

Instagram