Georg og Jónsi leyfa Orra að vinna sjálfur úr málinu og samþykkja úrsögn

Auglýsing

Jón Þór Birgisson og Georg Hólm hafa samþykkt úrsögn Orra Páls Dýrasonar úr hljómsveitinni Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sveitin birtir á Facebook. Tilkynningin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Orra Páls í morgun þar sem hann sagði sig úr hljómsveitinni.

Eins og DV greindi frá um helgina sakaði bandaríska listakonan Meagan Boyd Orra Pál um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 2013. Orri Páll sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hann vísaði þeim ásökunum á bug. Þá tilkynnti hann jafnframt að hann væri hættur í Sigur Rós.

„Við höfum samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu,“ segir í yfirlýsingunni sem sjá má í heild hér að neðan.

Boyd birti ásakanirnar í færslu Instagram-síðu sinni fyrir nokkrum dögum síðan en hún segir hið meinta brot hafa átt sér stað árið 2013 þegar liðsmenn Sigur Rósar voru staddir í Los Angeles.

Yfirlýsing sveitarinnar

Auglýsing

In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the…

Posted by Sigur Rós on Mánudagur, 1. október 2018

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram