Gerðu Ísland að „stórustu“ eyju í heimi

Mynd úr fréttatíma Al Jazeera hefur vakið talsverða athygli á samfélagsvefnum Reddit.

Myndin sýnir að Grænlandi var skipt út fyrir risavaxið Ísland í fréttatímanum. Ísland var því í skamma stund stærsta eyja heims og tók titilinn af Grænlandi.

Notendur Reddit klóra sér í höfðinu yfir mistökunum og skilja ekki hvernig þau gátu átt sér stað.

Einn bendir á að hönnuðir stöðvarinnar þurfi ekki að teikna kort frá grunni fyrri hverja útsendingu. Það er því erfitt að skilja hvernig þetta gerðist.

Annar bendir á að eflaust voru menn að leika sér með kortið og slepptu því í útsendingu fyrir mistök.

View post on imgur.com

Auglýsing

læk

Instagram