Gísli Pálmi, Retro Stefson, Dikta og Úlfur Úlfur bætast við Innipúkann

Gísli Pálmi, Retro Stefson, Dikta og Úlfur Úlfur koma fram á Innipúkanum, sem fer fram um verslunarmannahelgina. Að þessu sinni verða tvö svið á hátíðinni en það þarf ekki að taka fram að þau eru bæði innandyra, á Húrra og Gauknum.

Þegar hefur verið tilkynnt um samstarf Jakob Frímanns Magnússonar og Abamadama sem sameinast á sviðinu. Þá hafði verið tilkynnt að Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Babies og Sudden Weather Change komi fram.

Nú bætast við 13 nýir listamenn og hljómsveitir við dagskrá hátíðarinnar:Retro Stefson, Gísli Pálmi, Dikta, Úlfur Úlfur, Vök, Tilbury, Sturla Atlas, Teitur Magnússon, Benny Crespo’s Gang, Introbeats, M-Band, Vaginaboys og FM Belfast (dj set).

Armband á hátíðinna gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn. Miðasala fer fram á Miði.is og miðaverð á alla hátíðina er 6.990 krónur.

Auglýsing

læk

Instagram