GKR og Óttar Proppé hita upp fyrir Secret Solstice: „Ég set sólgleraugu á mig svo að hatrið endurspeglist”

Auglýsing

Rapparinn GKR og Óttar Proppé koma fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni um helgina. GKR spilar á sunnudaginn en Óttar Proppé spilar með hljómsveitinni HAM á laugardaginn. Þeir hituðu upp fyrir hátíðina í stórskemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að ofan.

Í myndbandinu segja þeir skoðun sína á hlutum eins og hjólabuxum, sólarvörn, Gucci Mane og sólgleraugum innandyra.

GKR minnir á að það er mikilvægt að bera á sig sólarvörn vegna þess að hún ver fólk fyrir bruna. Óttar Proppé segir að hann hefði átt að vera duglegri að nota sólarvörn og heldur því fram að hann hafi misst hárið vegna sólarinnar. „Ég var vel hærður fyrir helgi,” segir Óttar.

Þá segist GKR nota sólgleraugu inni til þess að endurspegla öllu hatri frá sér. Óttar er sammála honum um að sólgleraugu inni séu leyfileg.

Auglýsing

„Maður verður að vera með sólgleraugu inni til þess að glow-stickið skvettist ekki í augun á manni,” segir Óttar. „Líka af því að það er svo bjart, eins og framtíðin mín,” bæti GKR við.

Horfðu á þetta bráðskemmtilega spjall hér að ofan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram