GKR, Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör spila á húkkaraballinu á Þjóðhátíð

GKR, Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör koma fram á húkkaraballinu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. „Þessir mögnuðu listamenn hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarið ár og því mikill fengur fyrir hátíðina og frábær viðbót í einstaka dagskrána þetta árið,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Sjá einnig: Við hittum GKR og gáfum honum að sjálfsögðu morgunmat

Húkkaraballið fer fram fimmtudagskvöldið 28. júlí og markar upphaf Þjóðhátíðar í Eyjum. Þegar er búið að tilkynna Emmsjé Gauta, Agent Fresco, Úlf Úlf, Retro Stefson og Júníus Meyvant.

Halldór Gunnar Pálsson semur Þjóðhátíðarlagið í ár en Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross flytja lagið. Forsala á Þjóðhátíð er hafin á dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Instagram