Gorillaz hætti fyrr á Hróarskeldu vegna rappara sem féll af sviðinu

Rappari bresku hljómsveitarinnar Gorillaz datt af sviðinu á Hróarskeldu í gærkvöldi þegar hljómsveitin steig á stokk á tónlistarhátíðinni með þeim afleiðingum að hljómsveitin þurfti að hætta tónleikum sínum fyrr en áætlað var að því er kemur fram í frétt RÚV.

Breska hljómsveitin, með Damon Albarn fremstan í flokki, var að flytja sitt lokalag á tónleikunum þegar rapparinn Del the Funky Homosapien datt af sviðinu. Hljómsveitin hélt áfram en stuttu síðar tilkynnti Albarn áhorfendum að sveitin gæti ekki haldið áfram.

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar greindu frá því á Facebook-síðu sinni að rapparinn hafi verið skoðaður af læknum á staðnum en farið á sjúkrahús til að ganga í skugga um að allt hafi verið í lagi. Hann hafi verið með meðvitund allan tímann og ráðfæri sig nú við teymið sitt.

Atvikið náðist á myndband og má sjá hér

Auglýsing

læk

Instagram