Grallari teiknaði risavaxinn tittling í snjó í Kópavogi, íbúi ánægður með metnaðinn

Íbúar í Smárahverfinu í Kópavogi ráku upp stór augu þegar þeir litu út um gluggann í morgunsárið. Við þeim blasti risavaxinn tittlingur, eflaust um 30 metrar á lengd, á túni sem notað er undir æfingar Breiðabliks á sumrin.

Grallarinn hefur lagt töluvert á sig þar sem tittlingurinn er ansi skýr, hlutfallslega rökréttur og risavaxinn. Gunnar Már Gunnarsson, íbúi á svæðinu, birti þessa mynd af tittlingnum á Twitter í dag en myndin er tekin út um stofugluggann hans.

 

Í samtali við Nútímann segir Gunnar að konan hans hafi bent honum á tittlinginn hlæjandi. „Ég var aðallega impressed yfir metnaðinum að hafa hann svona stóran,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram