Grófi grínistinn Jason Rouse til landsins

Bandaríski grínistinn Jason Rouse er væntanlegur til landsins og verður með uppistand í Háskólabíói 5. júní. Rouse er ansi grófur grínisti eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir en hann hefur verið kallaður hirðfíflið frá helvíti.

Í tilkynningu frá Komedy, sem stendur fyrir komu Jason Rouse til landsins, kemur fram að Rouse komi fram með nýja sýn á hefðbundna veröld grínistans og í snúi henni á hvolf.

Síðasta áratug hefur þessi utangarðsmaður grínsins brýnt háðsádeilu sína í klúbbum og á grínhátíðum um allan heim. Jason Rouse hefur sett sér það markmið að draga upp nýja sýn á uppistandsgrínið.

Hér má sjá Jason Rouse á sviði í Danmörku:

Almenn miðasala hefst fimmtudaginn 9. apríl kl. 10. En hægt er að skrá sig á miðavaktina hjá Midi.is og tryggja sér þannig forsölurétt áður en almenn miðasala hefst.

Auglýsing

læk

Instagram