Guðjón Valur lét setja regnbogafána á skóna sína fyrir HM: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum“

Landsliðsmaðurinn og fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verður með regnbogafánann á skónum sem hann klæðist þegar hann spilar leiki Íslands á HM í handbolta sem nú stendur yfir.

Með þessu sýnir hann réttindabaráttu samkynhneigðara, tvíkynhneigðra trans- og intersexfólks (LGBTI).

Myndband: Pirraður Guðjón Valur lætur Þorkel á RÚV heyra það: „Ekki byrja á þessu“

Þetta kemur fram í viðtali við Guðjón Val á Gay Iceland.

Styrktaraðili Guðjóns Vals, Mizuno Sports Equipment, útvegar honum skó til að spila í. Hann bað um par með regnbogafánanum og tók fyrirtækið vel í hugmyndina.

Guðjón Valur hefur þegar spilað nokkra leiki í regnbogaskónum með liði sínu Rhein-Neckar Löwen.

Fyrirliðinn segir að hann hafi orðið fyrir áhrifum frá Johan Jepson, fyrirlika IFK Kristiansand í Svíþjóð en sá spilar reglulega með regnbogaband á handleggnum.

Guðjón Valur og Bjarte Nyholm, fyrirliði norska liðsins, ætluðu báðir að spila með regnbogaarmbönd í leikjum sínum á EM í handbolta í fyrra. Þeim var þó bannað það á síðustu stundu.

Brá hann því á það ráð að láta sauma fánann í skó sína í staðinn. „Þeir geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik,“ segir Guðjón Valur í samtali við Gay Iceland.

Auglýsing

læk

Instagram