Guðlast ekki lengur refsivert á Íslandi

Guðlast er ekki lengur refsivert á Íslandi og frá og með deginum í dag er fyllilega löglegt hér á landi að gera grín að trúarbrögðum.

Frumvarp Pírata um brottfall 125. gr. almennra hegningarlaga var samþykkt á Alþingi rétt í þessu. Á bloggi Pírata, sem lögðu frumvarpið fram, segir að þetta sé því mikill gleðidagur fyrir bæði húmorista og alla vini tjáningarfrelsis.

Frumvarp Pírata var lagt fram í kjölfar mannskæðrar árásar á ritstjórn tímaritsins Charlie Hebdo í París í vor, en útgáfan hefur gert stólpagrín að Múhamed Spámanni. Alþingi Íslendinga hefur nú komið þeim mikilvægu skilaboðum á framfæri að frelsið verði ekki beygt fyrir mannskæðum árásum.

Vantrú hefur gert hið fyrrum bannfærða tölublað Spegilsins frá því í maí 1983 aðgenglegt og nú má loksins lesa það.

Auglýsing

læk

Instagram