Guðni segist hafa gengið of langt með ummælunum um ananas á pítsu: „Ég hef ekkert á móti ananas“

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, rifjaði upp ummæli sín um ananas sem áleg á pítsu í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið. Guðni segist hafa gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Frá þessu var greint á Vísi.is.

Guðni lét ummælin falla í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar á síðasta ári. Þar var hann spurður um afstöðu sína til ananas sem álegg á pítsu. Hann sagðist vera á móti því og ef að hann gæti sett lög um málið myndi hann banna ananas sem álegg.

Ummælin vöktu heimsathygli og var fjallað um þau í fjölmiðlum um allan heim. Guðni neyddist á endanum til að gefa út yfirlýsingu um málið.

Guðni var í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu og viðurkenndi þar að hann hefði gengið skrefi of langt. Þar sagði hann að hann hefði ekkert á móti ananas en hann yrði svampkenndur þegar hann væri settur á pítsur.

Auglýsing

Málið vakti sérstaka athygli í Kanada en svokölluð Hawaii pítsa með ananas á rætur sínar að rekja þangað. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada lýsti því meðal annars yfir á sínum tíma að hann væri mikill aðdáandi ananas á pítsu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram