Guðni Th. sendi Henning hvetjandi bréf eftir alvarlegt slys í Frakklandi

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara og flugumferðarsjóra, hvatningarorð í bréfi í dag. Henning slasaðist illa í Frakklandi á dögunum og Guðni las um slysið í frétt á Vísi.

Eins og kom fram í frétt Vísis er Henning heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi með þeim afleiðingum að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum og hlaut slæmt höfuðhögg.

Henning kom heim í vikunni ásamt Laufeyju Kristjánsdóttur, kærustu sinni, og er með heljarinnar spelku sem styður við hálsinn. Hann fékk bréfið frá forsetanum í dag en þar kom fram að Jóhannes, bróðir Guðna, hafi sagt honum frá „öllum þeim krafti, jákvæðni og hlýhug“ sem fylgir Henning en hann þjálfaði áður í Mjölni en þjálfar nú í Granda 101.

„Sú skapgerð kemur þér örugglega að gagni núna og ég þykist vita að ekki muni vanta upp á stuðning fjölskyldu og vina,“ segir Guðni í bréfi sínu til Hennings.

Engu að síður leyfi ég mér að vona að þessi fáu orð frá mér — hvatningarorð og góðar óskir — veiti þér líka dálítinn kraft og uppörvun.

Auglýsing

Þá segir Guðni að það sé stundum þannig að mótlætið eða áföllin móti okkur ekki heldur hvernig við mætum vandanum. „Gangi þér sem allra best í þessu erfiða æfingaprógrammi sem nú er fram undan, ef svo má segja,“ segir Guðni að lokum. „Stefnum svo bara á að ég kíki á æfingu með þér einn daginn!“

Henning og Laufey voru stödd í Gorges du Verdon í Frakklandi og höfðu eytt þar deginum þegar Henning ætlaði að taka létt stökk. „Hann klifraði ekki hátt upp en fór akkúrat í það skiptið með hausinn á undan og þá tók bara botninn við honum. Sem betur var þetta sandur en ekki steinar en þetta var svakalegt högg,“ segir Laufey í samtali við Vísi.

Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að koma sér upp á hjólabátinn áður en hann datt út í nokkra sekúndur. Laufey kallaði á hjálp, tveir menn svöruðu kallinu og sjúkrabíll var boðaður á vettvang. Henning var fluttur á sjúkrahús og fékk svo nokkrum síðar að snúa heim til Íslands.

„Læknarnir töluðu um hvað hann væri rosalega heppinn. Það væru ekki margir sem þríbrotna þarna og lifa það af,“ segir Laufey á Vísi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram