Gullbindið hans Loga Geirs kostaði 260 þúsund kall, ætlar ekki að mæta með það aftur

Bindið sem handboltakempan Logi Geirsson mætti með í EM stofuna á RÚV í gær kallast Hex Tie og kostaði 2.000 dali. Bindið er á útsölu í dag en Logi hyggst ekki mæta með það aftur í beina útsendingu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun.

„Ég er ekki að fara að mæta með þetta gullbindi aftur. Það er alveg á hreinu,“ sagði Logi í þættinum en hann gerði ekki ráð fyrir því að það yrðu 70 ljóskastarar á honum sem höfðu sín áhrif á hvernig landsmenn sáu bindið. „Þetta var náttúrulega bara fáránlegt.“

Ég bjóst við að annar hver maður myndi þekkja Hex tie. Hex Tie eru dýrustu og flottustu bindi sem er hægt að kaupa sér. Þetta kostaði mig í sumar einhverja 2.000 dollara og 300.000 kall að koma þessu heim. Ég fór og sótti þetta til New York.

Logi segir þó greinilegt að lítið hafi selst af bindinu þar sem það er á brunaútsölu í dag og kostar aðeins 250 dalir. „Þannig að þeir sem vilja slá í gegn geta fengið þetta bindi ansi ódýrt,“ sagði hann í Brennslunni.

Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram