Gunnar Bragi og Bergþór Ólason taka sér leyfi frá þingmennsku

Auglýsing

Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins munu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma í kjölfar Klaustur-málsins. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi flokksmönnum bréf nú fyrir stundu þar sem þetta var tilkynnt. Gunnar Bragi og Bergþór voru í hópi sex þingmanna sem gómaður voru á upptöku við að tala niður til fjölmargra stjórnmálakvenna.

Í bréfinu sem Vísir hefur undir höndum segist Sigmundur vona að með tímanum verði hægt að veita fyrirgefningu vegna málsins.

„Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti. Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu,“ skrifar Sigmundur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram