today-is-a-good-day

Gunnar hækkar á styrkleikalista UFC

Bardagakappinn Gunnar Nelson fer úr 13. sæti í það 12. á nýjum styrkleikalista UFC sem birtur var í gærkvöldi. Írinn Conor McGregor, æfingarfélagi Gunnars sem vann einnig sinn bardaga um helgina, fer upp um tvö sæti í fjaðurviktarflokknum í 10. sæti.

Eins og flestum er kunnugt vann Gunnar Bandaríkjamanninn Zak Cummings á UFC kvöldi í Írlandi á laugardag. Styrkleikalisti UFC er valinn af fjölmiðlafólki sem setur saman sinn lista yfir 15 bestu keppendurna í hverjum flokki að undanskildum meisturunum sem eru utan listanna í efstu sætum.

topp 15 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Meistarinn í hverjum flokki er ekki á listanum heldur einfaldlega skráður sem meistari þannig að það má í raun segja að listinn samanstandi af topp 15 áskorendum í hverjum flokki. Gunnar fer upp fyrir Mike Pyle en þeir áttu að berjast í maí í fyrra áður en Gunnar meiddist.

Gunnar fagnaði árangrinum á sinn hátt í gær með því að fá sér köku og rjóma með félögum sínum.

Auglýsing

læk

Instagram