Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira í desember

Auglýsing

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun berjast við hinn brasilíska Alex Oliveira þann áttunda desember á bardagakvöldi sem kallast UFC 231. Kvöldið verður í Toronto í Kanada en þetta var staðfest í tilkynningu í gærkvöldi.

Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars frá því að hann beið ósigur gegn Santiago Ponzinibbio í júli 2017. Gunnar meiddist á hné í apríl á þessu ári og neyddist til að hætta við fyrirhugaðan bardaga gegn Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Í kjölfarið fór Gunnar í aðgerð á liðþófa og er nú klár í slaginn.

„Við vorum búnir að pressa fast á UFC til að fá bardaga fyrir áramót og ég var í raun búinn að segja þeim að ég væri tilbúinn að mæta hverjum sem er. Það myndi ekki breyta mig neinu hvort andstæðingurinn yrði sjálfur heimsmeistarinn eða einhver nýgræðingur,“ sagði Gunnar í tilkynningu sem birt var í gærkvöldi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram