Gunnar Nelson stökk fram af turni í Las Vegas

Gunnar Nelson fór í teygjustökk fram af Stratosphere-turninum í Las Vegas í gær. Stokkið er af 108. hæð sem teygir sig rúmlega 250 metra til himins.

Gunnar fór til Las Vegas á dögunum í æfingarferð ásamt bardagakappanum Conor McGregor og Jóni Viðari Arnórssyni, formanni bardagaklúbbsins Mjölnis.

Félagarnir gistu á hótelinu Red Rock Casino í boði bardagasambandsins UFC. Það var því engu til sparað, forsetasvítan varð fyrir valinu og voru kokkarnir á hótelinu í yfirvinnu við að senda girnilega rétti upp á svítuna.

Jón Viðar birti mynd af þeim félögum uppi í turninum:

Stukkum niður af 108. hæð, hæðstu byggingunni í Las Vegas! Það var engin röð 😉 #skyjumping #lasvegas #ufc #gunnarnelson @gunninelson

A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram