Gylfi Sigurðsson íþróttamaður ársins

Fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins árið 2016. 24 meðlimir samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði í kjörinu. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir var í öðru sæti í kjörinu og kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í þriðja sæti.

Lið ársins er karlalandslið Íslands í fótbolta. Liðið náði frábærum árangri á EM í fótbolta í Frakklandi í sumar þar sem það komst í átta liða úrslit. Þjálfari ársins var Dagur Sigurðsson, sem þjálfar þýska karlalandsliðið í handbolta.

 

Auglýsing

læk

Instagram