Auglýsing

Handtekinn vegna „víðáttuölvunar“: Ekki vitað hvort maðurinn sé túristi eða ekki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti að sögn „fremur rólega nótt“ en þó voru fimm vistaðir í fangaklefa.

Tveir handteknir eftir umferðarslys, báðir reyndust drukknir og ekki hægt að staðfesta hvor var að aka bifreiðinni þegar umferðarslysið átti sér stað. Verður rætt við þá þegar þeir vakna og runnið af þeim.

Erlendur aðili handtekinn og vistaður þar sem hann var víðáttuölvaður utandyra. Gat ekki tjáð sig sökum ástands. Ekki vitað hvort aðilinn sé ferðamaður eða búsettur á landinu.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Kom einnig í ljós á síðari stigum að ökumaðurinn hafði gefið upp rangt nafn. Þegar réttu nafni var flétt upp í kerfum lögreglu kom í ljós að ökumaðurinn var einnig sviptur ökuréttindum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing