today-is-a-good-day

Hefð fyrir því að gefa hressum forsetum kanínueyru, Guðni og Obama á sama báti

Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birti á Twitter og sýnir Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, gefa forseta Íslands kanínueyru hefur skipt þjóðinni í tvær fylkingar.

Myndin var tekin á Bessastöðum í kvöldverði sem Guðni Th. Jóhannesson hélt til heiðurs Aþingi á fullveldisdaginn 1. desember. Margir hafa hneykslast á flippi Píratans og sakað hana um vanvirðingu gagnvart Guðna og embætti forsetans.

Í viðtali á Vísi sagði Ásta hins vegar að Guðni hafi verið með í gríninu. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ sagði hún.

Hefð virðist vera fyrir því að gefa forsetum kanínueyru. Allavega ef þessar myndir af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eru skoðaðar

Hér má sjá Obama ásamt leikmönnum UConn-háskólans sem urðu meistarar árið 2013.

Og hér leika leikmenn Ohio State-háskólans í amerískum fótbolta sama leik

Og hress leikskólabörn

Og loks, Guðni og forsetafrúin Eliza bregða á leik

15220097_10209745116376444_1656182184994160164_n

Auglýsing

læk

Instagram