Auglýsing

Heiðar segir Landvernd reka mannfjandsamlega stefnu

„Landvernd, sem hefur ekkert með mannvernd eða velsæld mína og þína að gera – allavega eitthvað allt annað en mannleg gildi – þeir í raun og veru hafa nánast neitunarvald yfir öllu,“ segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir í viðtali við Frosta Logason á Brotkast.

Hann ræðir hin ýmsu mál sem hafa verið í deiglunni undanfarið. Heiðar var nýverið staddur í Argentínu þegar nýr forseti, Javier Milei, tók við embætti en margir hægri menn hafa trú á því að sá maður geti sýnt veröldinni hvaða þýðingu það geti haft að innleiða reglur hins frjálsa markaðs á svæðum sem hafa áður verið holuð að innan af sósíalisma. Einnig er rætt um íslenska forsetaembættið, fjölmiðla og orkumál, en Heiðar vill meina að samtökin Landvernd reki mannfjandsamlega stefnu sem geti leitt Ísland til glötunnar fái hún að ráða.

Hann liggur ekki á skoðunum sínum þegar það kemur að Landvernd.

„Það þarf athugasemdarferli en hvernig þeir geta kært alla úrskurði endalaust eins og við sáum hvernig Landvernd beitti sér fyrir því að Suðurnesjalína 2 var aldrei lögð. Núna með þau eldsumbrot sem eru í gangi á Reykjanesi þá er þetta náttúrulega hræðileg ósvinna sem þau hafa einbeitt sér í. Og núna með að fresta Hvammsvirkjun og guð má vita hvað, stöðva alla orkuuppbyggingu. Hleypa ekki Landsneti í að efla línuna frá Blöndu annað hvort inn til Skagafjarðar eða hingað suður eftir – þarna er ónýtt afl sem fer til spillis. Þetta er allt heimatilbúið og allt á vakt Vinstri grænna,“ segir Heiðar sem vill meina að Landvernd sé alveg sama og þeir vilji aldrei semja um nokkurn skapaðan hlut.

Mannfjandsamleg stefna Landverndar

„Síðan var búin til græn bók um orkuframleiðslu en Landvernd er alveg sama vegna þess að þeir ætla að stöðva allt. Ef þú ert með viðsemjanda og mér finnst eitt og honum annað að þá getum við yfirleitt mæst á miðri leið. Landvernd er allt eða ekkert. Þeim er alveg sama. Þeir eru í raun og veru ekki viðsemjendur.“

Heiðar segir Landvernd reka mannfjandsamlega stefnu.

„Menn eru að gera þau mistök að þóknast þeim. Mannfjandsamleg stefna. Einskis að tapa. Trúa ekki á hagvöxt og ímynda sér að heimurinn geti stundað sjálfsþurftarbúskap. Ef maður les tillögurnar sem Guðmundur Ingi, þáverandi umhverfisráðherra, lét sitt fólk fara með á COP26 í Glasgow – fimm sviðsmyndir fyrir Ísland – þar af voru þrjár að hætta smá saman að nýta orku hér – við áttum að hætta í landbúnaði, öll að verða grænmetisætur og hætta með stóriðju og smátt og smátt breytast í samfélag sem held ég enginn vilji búa í.“

Spjallið með Frosta Logasyni er aðgengilegt á vefsíðu hlaðvarpsveitunnar Brotkast þar sem þú finnur þætti eins og Götustráka, Harmageddon og Mín skoðun með Valtý Birni. Hér fyrir neðan er smá brot úr viðtalinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing