Heimsókn Trump mótmælt í London: Risastór blaðra svífur yfir borgina, sjáðu myndbandið

Tugþúsundir manns eru samankomin í London til að mótmæla Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump flaug beint til Bretlands í opinbera heimsókn eftir leiðtoga­fund Atlants­hafs­banda­lags­ins í Brussel. Mótmælendur blésu upp sex metra dúkku af Donald Trump sem hluta af mótmælunum. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sjá einnig:Katrín með Trump og May á forsíðu New York Times

Trump fundaði með Theresy May, forsætisráðherra Bretlands í morgun. Talið er að þau hafi rætt útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en Trump sagði í samtali við The Sun í gær að núverandi Brexit-áætlun myndi að öllum líkindum koma til með að hafa neikvæð áhrif á viðskiptasamkomulag Breta gagnvart Bandaríkjunum.

Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni vegna heimsóknar Trumps.

Hér að neðan má sjá myndband af Trump dúkkunni fljúgandi.

Hér má sjá beina útsendingu frá mótmælunum

 

 

Auglýsing

læk

Instagram