Hildur María er Miss Universe Iceland: „Ég veit ekki alveg hvað bíður mín“

Hildur María Leifsdóttir vann í gær keppnina Miss Universe Iceland.  Hún tekur því þátt fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe sem verður haldin í janúar á næsta ári á Filippseyjum. Engin fulltrúi frá Íslandi hefur keppt í þeirri keppni í átta ár eða frá árinu 2009.

Sigurinn kom Hildi á óvart og hún segist hafa verið byrjuð að leiða hugann að vinnunni og orðin spennt fyrir næstu handboltaæfingu þegar nafnið hennar var tilkynnt. „Nú er bara að undirbúa sig fyrir þriggja vikna ferð til Bandaríkjana,“ segir hún.

Ég þarf að undirbúa mig fyrir þessa ferð og svo verður annað að koma í ljós. Þetta er það nýtt og ferskt að ég veit ekki alveg hvað bíður mín.

Hildur hafði reynslu úr svipuðum keppnum en hún keppti einnig í ungfrú Ísland árið 2013 þar sem hún hafnaði í fjórða sæti. Markmið Hildar með þátttöku í keppninni var að opna nýjar dyr, kynnast nýju fólki og ferðast.

Hildur segist alls ekki hafa búist við því að vinna. „Í fullri hreinskilni bjóst ég ekki við því að vinna en markmiðið var þó að komast í topp fimm,“ segir Hildur.

„Ég er virkilega ánægð með þetta allt saman og orðin mjög spennt fyrir framhaldinu.“

Og að lokum, nú var lagt mikið upp úr stundvísi í keppninni Ungfrú Ísland á dögunum, eins og frægt varð. Var sama uppi á teningnum í Miss Universe Iceland?

„Já, klárlega. Það er mikið lagt upp úr því að við værum stundvísar og mættum á réttum tíma á æfingar og viðburði tengdum keppninni.“

Auglýsing

læk

Instagram