Hitti tvífara sinn fyrir tilviljun í flugvél, tóku mynd sem fór á flug á internetinu

Breski ljósmyndarinn Neil Thomas Douglas var á leiðinni með Ryanair til Galway á Írlandi á fimmtudagskvöld að mynda brúðkaup. Hann rak upp stór augu þegar hann kom um borð í flugvélina þar sem tvífari hans sat við hliðina á honum. „Ég trúði ekki eigin augum,“ sagði Douglas í samtali við HuffPost.

Internetið var svo ekki lengi að taka við sér þegar Lee Beattie, vinkona eiginkonu Douglas, birti mynd af tvíförunum á Twitter. Myndin fór á flug og það skal tekið fram að mennirnir höfðu aldrei áður hist og eru ekki skyldir.

„Þeir hlógu saman, ásamt öllum öðrum í kringum þá, og tóku mynd,“ sagði Beattie í samtali við HuffPost.

Þetta varð svo enn þá skrýtnara eftir flugið þar sem þeir fóru á sama hótel og hittust svo fyrir tilviljun á bar um kvöldið.

„Ég fór og fékk mér  bjór á fínum bar í Galway sem heitir The Quays og hitti hann aftur,“ sagði Douglas. „Við fengum okkur nokkra bjóra og hlustuðum á hljómsveitina.“

Auglýsing

læk

Instagram