Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður, klappað í Héraðsdómi

Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Henni var gefið að sök að hafa borið ábyrgð á dauða Guðmundar Más Bjarnasonar sem lést á gjörgæslu Landspítalans 3. október 2012.

Ásta átti að hafa gleymt að tæma loft úr svokölluðum kraga sem tengist öndunarvél og þannig hindrað að sjúklingurinn gæti andað frá sér. Stundin greinir frá því að færri hafi komist að en vildu í dómssalnum í morgun þar sem fjölmargir komu til að veita Ástu stuðning. Viðstaddir klöppuðu þegar sýknudómurinn var kveðinn upp.

Ásta sagði við fréttamenn á staðnum að sýknudómurinn væri „mikill léttir“ en vildi að öðru leyti tjá sig um niðurstöðuna.

Í Stundinni í síðasta mánuði sagði Ásta að síðustu þrjú ár hafa verið ár martraða og vanlíðunar og að þeir tímar hafi komið að hún vildi helst fá að deyja frá þeirri þjáningu sem fylgir ásökuninni.

Auglýsing

læk

Instagram