H&M opnar á Hafnartorgi og í Smáralind

H&M hyggst opna verslanir á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur og í Smáralind. Óvíst er hvenær þetta gerist en formlegar viðræður milli Regins fasteignafélags og H&M í síðustu viku. Þetta kemur fram í DV í dag.

Samkvæmt DV eru leigusamningar klárir en aðeins á eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Tvær verslanir opna hér á landi ásamt verslunum Cos og Other Stories, sem eru í eigu H&M.

Sjá einnig: Svona vildi Sigmundur Davíð að Hafnartorg myndi líta út: „Þetta gengur of langt“

H&M hefur lengi horft til Íslands. Jakob Frímann Magnússon sagði í Fréttablaðinu árið 2011 að sænski risinn væri að skoða í fullri alvöru að opna hér á landi.

Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru.

Í janúar árið 2012 voru settir límmaðar á húsið við Laugaveg sem hýsti áður fataverslunina 17 um að H&M myndi opna þar. Það reyndist vera hrekkur á vegum nemenda í LHÍ.

H&M nýtur mikilla vinsælda á meðal Íslendinga. Samkvæmt rannsókn á meðal notenda Meniga eru verslanirnar lengi búnar að vera þær vinsælustu hjá Íslendingum, þrátt fyrir að vera ekki staðsettar hér á landi.

Fjórðungur 18 þúsund manna úrtaks verslaði í H&M á þriggja mánaða tímabili á árinu, frá apríl til júní.

Auglýsing

læk

Instagram