Hörð viðbrögð við Næs í rassinn: Hljómsveitt svarar virkum í athugasemdum

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum sendi hljómsveitin Hljómsveitt frá sér myndband við lagið Næs í rassinn á dögunum. Lagið er eftir Önnu Töru Andrésdóttur en textinn eftir Katrínu Helga og Önnu Töru Andrésdætur.

Viðbrögðin við laginu voru ansi hörð og á Youtube má sjá ljótar athugasemdir frá netverjum. Anna Tara og Katrín Helga hafa brugðist við athugasemdunum með því að semja lag þar sem ljótum orðum netverja er fléttað saman við þeirra eigin texta.

Textann við lagið má lesa hér:

Takk virkir í athugasemdum
við þurftum á ykkar ráðleggingum að halda
Við ollum vonbrigðum með okkar afturendum
Sem betur fer höfum við þurft að gjalda

notendanafn Joseph Geobbles
takk fyrir að leiða okkur inn í ljósið
,,Auðvitað ertu feministi ómannlega drasl”
takk fyrir kommentið og takk fyrir hrósið.

Þið eruð sönn, en ást ykkar er hörð
við þurfum lífvörð, við þurfum lífvörð
Þið eruð sönn, en ást ykkar er hörð
við þurfum lífvörð, við þurfum lífvörð

ef við gefum út plötu, verðum við kærð
af fólki sem hefur hátt sjálfstraust
Það er ekki heigulsháttur, heldur hógværð
af þeim að koma fram nafnlaust

Þið sýnið okkur sannleikann um vort truflaða sjálf
þið eruð umhyggjusöm og klár
mér þykir leitt að hafa látið ykkur æla
já, þetta var örvætingafull tilraun til að tæla.

Ekki setja neitt í rassinn, þá fáið þið Eyðni
btw Takk ókunnugu menn fyrir þessar vinabeiðnir

Þið eruð sönn, en ást ykkar er hörð
við þurfum lífvörð, við þurfum lífvörð
Þið eruð sönn, en ást ykkur er hörð
við þurfum lífvörð, við þurfum lífvörð

Ótti ykkar er reistur á traustum rökum
Við vildum kúga með endaþarmsmökum
Feministatussur, drullið ykkur úr sókn
Því kona, já kona með strap-on er ógn.

Auglýsing

læk

Instagram