Viðræður um 1,2 milljarða í hótelið við Hörpu

Eigendur Auro Investments eiga í viðræðum við bandarískan fjárfesti um 1,2 milljarða króna fjármögnun á lúxushótelinu sem félagið vill reisa við Hörpu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver fjárfestirinn er. Í Fréttablaðinu er hann sagður hafa komið að byggingu hótela í Bandaríkjunum en aldrei að fjárfestingarverkefnum hér á landi.

Auro stefnir að því að reisa 15.100 fermetra fimm stjörnu hótel með 250 herbergjum. 25 svítur verður á hótelinu og verður hver og ein 45 fermetrar að stærð. Þá verður 150 fermetra forsetasvíta.

Á lóðinni er einnig gert ráð fyrir um hundrað íbúðum og verslunarmiðstöð sem verður í nánu samstarfi við Smáralind, eins og Nútíminn greindi frá fyrr í september.

 

Bala Kamallakharan, einn eigenda Auro Investments ehf., segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki tímabært að upplýsa hverjir sýni verkefninu áhuga.

 Við erum enn í þessum viðræðum og því getum við ekki gefið neitt upp ennþá. Verkefnið er hins vegar að þokast áfram og það er ákveðinn aðili mjög áhugasamur um það. En engar ákvarðanir hafa verið teknar.

Heildarkostnaður verkefnsins er áætlaður um 14 milljarðar króna. Auro greiddi 1.825 milljónir fyrir lóðina. Auro Investments er í eigu indverskra fjárfesta frá Auro Investment Partners LLC, Mannvits og Teiknistofunnar Arkitektar, T.ark.

Auglýsing

læk

Instagram