Hrefnu Sætran gekk hægt að fá námssamning: „Það var ekki vinsælt að ráða inn konur“

Þegar Hrefna Rós Sætran matreiðslumeistari var í námi þurfti hún að fara á milli nokkurra staða áður en hún fékk námssamning. Seinna heyrði hún að það væri ekki vinsælt að ráða konu, þær væru alltaf óléttar og það væri meira vesen á þeim.

Sjá einnig: Hrefna Rósa pantaði óvart pitsu frá Greifanum heim til sín í miðborg Reykjavíkur

„Þegar ég var lítil vissi ég eiginlega bara strax að mig langaði að verða kokkur. En ég vissi það samt eiginlega ekki að mig langaði að verða kokkur af því að ég sá náttúrulega engar konur sem voru kokkar,“ segir Hrefna í myndbandi herferðarinnar #Kvennastarf sem Nútíminn frumsýnir. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Mikil áhersla var lögð á að hún, konan, myndi sanna sig í náminu. „Þegar ég var að byrja að læra þá var alltaf verið að benda mér á það að ég þyrfti að sanna mig, einmitt. Þú veist, þú ert stelpa, þú verður að sanna þig,“ segir hún í myndbandinu.

Svo alltaf bara vildi maður náttúrulega ekki biðja um hjálp. Af því að maður varð að gera náttúrulega eins og strákarnir, skilurðu.

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er talað sé um „hefðbundin kvennastörf“.

Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að eðlilegt sé að starfsgreinar flokkist í kvennastörf og karlastörf.

Auglýsing

læk

Instagram