Auglýsing

Hvað er málið með öll þessi fílabindi? Davíð og Ólafur Ragnar báðir með fílabindi um hálsinn

Bindið sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með um hálsinn á Bessastöðum þegar hann tilkynnti um að hann væri hættur við að hætta við framboð vakti verðskuldaða athygli. Bindið var skreytt með myndum af fílum og í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að það væri í sérstöku uppáhaldi: „Þetta bindi fékk ég í gjöf frá Dorrit.“

Síðan Ólafur setti upp bindið eftirminnilega þá er hann reyndar hættur við að hætta við að hætta við framboð. Annar frambjóðandi virðist þó ætla að stela stílnum: Enginn annar en Davíð Oddsson en hann var með fílabindi um hálsinn í beinni útsendingu á Facebook-síðu Nova fyrr í vikunni.

Eftir að Ólafur setti upp bindið sitt á Bessastöðum fékk Nútíminn ábendingu um svipað bindi sem er til sölu í versluninni Roderick Charles í London. Hægt er að kaupa það hér. Bindið er á sérstöku tilboði um þessar mundir, kostaði 79 pund en kostar í dag 59 pund, eða rúmlega 10 þúsund krónur. Bindið er úr 100% silki og framleitt í Bretlandi.

Einhverjir töldu að Davíð hafi verið með bindið frá Roderick Charles um hálsinn á þessari mynd sem var birt á Instagram-aðgangi hans í gær. Samkvæmt upplýsingum frá framboði Davíðs þá er þetta ekki fílabindi heldur sebrahestabindi.

View this post on Instagram

Pétur á Sögu gefur ekkert eftir.

A post shared by Davíð Oddsson (@david.oddsson) on

Það virðist samt vera ástæða fyrir því að Ólafur Ragnar setur upp fílabindi og hún er jafn fyndin og hún er skrýtin. Í Danmörku er sérstakur félagsskapur sem kallast Fílareglan (Elefantorderen) og er hún sú virtasta þar í landi.

Saga Fílareglunnar teygir sig aftur á 15. öld og henni tilheyra aðeins kóngafólk og þjóðhöfðingjar.

Þau sem tilheyra reglunni eru kölluð „Riddarar fílsins“. Þetta er ekki grín. Ólafur Ragnar varð riddari fílsins þegar hann tók við embætti árið 1996. Vigdís Finnbogadóttir er líka riddari fílsins ásamt ýmsum þjóðhöfðingjum og kóngafólki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing