Hvað veistu um árið 2014? Svaraðu spurningunum

Hann Guðmundur Haukur Guðmundsson er mikið spurningaljón og setti saman smá „próf“ fyrir þau sem vilja sjá hversu vel þau fylgdust með árið 2014. Svaraðu spurningunum, svörin eru neðst og segðu okkur svo hvað þú náður mörgum rétt í ummælum fyrir neðan. Og eitt: Bannað að Gúgla!

 

1. Árið 2014 byrjaði með hvelli og strax í janúar kom ein af furðulegustu fréttum ársins. Smáralind fylltist af unglingum sem vildu sjá svokallaða VINE-stjörnur. Í látunum slösuðust unglingar og bílar voru skemmdir en hvað heita þessir piltar?

2. Vigdís Hauksdóttir kom mörgum á óvart á árinu með hressum ummælum. Hún því fram að Malta væri ekki sjálfstætt ríki heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Skál fyrir því. EN hún lét falla önnur ótrúleg ummæli um Evrópu í heild sinni. Hvað sagði hún að geysaði í Evrópu?

3. Þessi er einföld: í hvaða sæti lenti Ísland í Eurovision í ár.

4. Fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir komst heldur betur í lukkupottinn á árinu og meðal annars hitti hún næstum því einhvern …hvern?

5. Hver kynnti stigin fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár?

6. Marta María náði að hneyksla nokkra á árinu. Eitt atriði sem stóð upp úr var þegar hún lét farða sig og labbaði svo niður bæ. Þar fékk setningin að fljúga: „Getur þú breytt fallegri konu eins og mér í“ … hvað? Svona er að vera hvað?

Smartland
7. Justin Timberlake spilaði og söng á Íslandi þann 28 ágúst. En hvert var hashtaggið sem var notað á samfélagsmiðlum?

8. Þekktur Íslendingur komst í hann krappan á árinu þegar pósthólf hans var hakkað. Sendur var út tölvupóstur á alla í skránni hans þar sem kom fram: „Ég vona að þú færð þetta hratt, ég er í Bristol, Bretland og ég hafði töskuna mína stolið ásamt vegabréfi mínu og kreditkort í sendiráði it“. Hvaða Íslendingur lenti í þessu?

gislimarteinn.blurred

9. Ég hef þessa bara einfalda. Kona fór út í matvörubúð á Egilstöðum og lenti óvart í einhverju. Hverju?

10. Hvaða Íslendingur vann Bafta verðlaun á árinu?

11. Það verður seint sagt að Dr.Gunni verði ríkur vegna lagsins Glaðasti hundur í heimi eins og fram kom seint á árinu. En hvað heitir nýjasta plata Dr.Gunna þar sem lagið er að finna?

12. Hvað heitir nýjasta jólalag Baggalúts og Prins Póló, sem kom út nú í ár?

13. Hver sagði eftirminnilega á árinu: „Við ætlum að bjarga þessum manni“?

14. Hvað heitir þátturinn sem Bogi Ágústsson, Styrmir G og Þórhildur Þorleifsdóttir eru umsjónarmenn
á RÚV?

15. Í hvaða mánuði hófst gos í Holuhrauni sem ekki enn sér fyrir endann á?

Svör:

1. Jerome Jarre og Nash Grier, 2. Hungursneyð, 3. 15. sæti, 4. Hugh Hefner, 5. Benedikt Valsson, 6. Ógæfukona, 7. #JTKorinn, 8. Gísli Marteinn, 9. Framboði, 10. Ólafur Arnalds, 11. Alheimurinn!, 12. Kalt á toppnum, 13. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir, 14. Hringborðið, 15. Í ágúst.

Auglýsing

læk

Instagram