Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað, góðar líkur á því að niðurstaðan verði bindandi

Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer fram í dag. Kosningin fer vel af stað og um hádegi voru um 900 íbúar búnir að greiða atkvæða að því er kemur fram í frétt RÚV.

Verði kjörsókn minni en 29 prósent mun niðurstaða kosninganna vera ráðgjafandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar en verði kjörsókn meiri en 29 prósent þá verður niðurstaðan bindandi fyrir bæjarstjórn.

Rúmlega 6600 íbúar eru á kjörskrá og verða tæplega 2000 íbúar að greiða atkvæði til þess að niðurstaðan verði bindandi.

Allt stefnir í að kjörsókn verði meira en 29 prósent að sögn Ingimundar Sigurmundssonar formanns yfirkjörstjórnar í Árborg.

Kjörstaðir eru opnir til klukkan 18 í dag en ekki 22 eins og í öðrum kosningum.

Auglýsing

læk

Instagram