Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn

Sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson sendi hjúkrunarfræðingum fingurinn í þættinum Hrafnaþing á ÍNN í síðustu viku. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Brot úr Hrafnaþingi hefur vakið mikla athygli og hefur gengið manna á milli á Facebook. Ingvi Hrafn gagnrýndi Bandalag háskólamanna í þættinum fyrir að reyna að pína meiri pening út úr ríkinu, eins og hann orðaði það sjálfur.

„Ja,“ sagði hjúkkuformaðurinn. „Við gætum alveg bara sætt okkur við 30% launahækkun.“

Sagði Ingvi Hrafn og gaf myndavélinni fingurinn.

„Ég meina, ég er búinn að fá nóg af heimtufrekju í heilbrigðisstéttum. Læknar komu fram 30 eða 40 prósent launahækkun,“ sagði Ingvi og rakti svo hækkanir sem hjúkrunarfræðingar hafa sóst eftir síðustu ár.

Loks fengu dýralæknar, geislafræðingar og ljósmæður á baukinn frá Ingva.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en að búa til eitthvað sjö ára háskólanám til að verða ljósmóðir er bullshit,“ sagði Ingvi, heitt í hamsi.

„Ef það er eitthvað að, þá þarf að kalla til lækni. Ég veit ekki hvað þær gera. Þetta er til þess að geta gert aukna launakröfu.“

Hér má sjá brotið úr þættinum Hrafnaþing á ÍNN.

Auglýsing

læk

Instagram