Instagram sker upp herör gegn einelti á netinu

Samfélagsmiðillinn Instagram hefur síðustu daga verið að taka í gagnið tækni sem greinir athugasemdir notenda áður en þær eru birtar. Meti forritið það sem svo að athugasemdin sé líkleg til að særa eða móðga, er viðkomandi beðinn að endurhugsa birtingu athugasemdarinnar.

Í bloggfærslu sem birt var 8. júlí segir Adam Mosseri, framkvæmdastjóri Instagram, þetta vera mikilvægt skref í baráttunni við einelti og stríðni á netinu. Hann segir einni að í náinni framtíð verði einnig boðið upp á að setja öðrum notendum takmörk (E. Restrict) í því að hafa samband við sig. Þannig verði hægt að haga því sem svo að athugasemdir nettrölla verði einungis sýnilegar þeim sjálfum, og sýnileiki þeirra því háður samþykki notandans sjálfs. Nettröllið sjálft veit ekki af þessari takmörkun og því ólíklegra að aðgerðin hafi neikvæðar afleiðingar í raunheimum.

Auglýsing

læk

Instagram