Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í sjálfstæðu framhaldi Blade Runner

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í sjálfstæðu framhaldi kvikmyndarinnar Blade Runner. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Blade Runner er klassík í hugum kvikmyndaunnenda um allan heim en Ridley Scott leikstýrði myndinni sem kom út árið 1982. Í aðalhlutverkum voru Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young og Edward James Olmos.

Sjá einnig: Sex hlutir um Jóhann Jóhannsson sem þú vissir ekki endilega

Jóhann sagði í útvarpsþættinum Lestin, sem nýlega hóf göngu sína á Rás 1, að honum líði eins og það sé verið að fela honum mjög mikilvægt verkefni sem megi ekki klúðra. „Þetta er sannarlega heiður og rosalega gaman að fá að vera með í þessu ævintýri,“ sagði hann.

Þetta er ekki endurgerð. Þetta er framhald. Ég held að allir séu að stefna að því að gera eitthvað sem að stendur eitt og sér sem sjálfstætt verk, sem lifir samt í sama heimi og upprunalega myndin.

Denis Villeneuve leikstýrir myndinni. Hann leikstýrði bæði Sicario og Prisoners en Jóhann samdi einnig tónlistina í þeim. Ryan Gosling fer með aðalhlutverkið í myndinni og Harrison Ford snýr aftur í hlutverki Rick Deckard.

Auglýsing

læk

Instagram