Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Sicario.

Þetta er önnur Óskarstilnefning Jóhanns en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything eftir James March í fyrra.

Þá fékk Jóhann Golden Globe-verðlaunin í fyrra og var þar með fyrsti Íslendingurinn sem fær þau verðlaun, sem eru á meðal þeirra stærstu í Hollywood.

„Þegar maður fær efni í hendurnar eins og þessa mynd þá er starfið auðvelt,“ sagði hann í þakkarræðunni.

Auglýsing

læk

Instagram