Jóhann og Fríða gerð að félögum í Óskarsakademíunni

Fríða S. Aradóttir og Jóhann Jóhannsson voru í dag gerð að félögum í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Bandaríska kvikmyndaakademían er einkum þekkt fyrir að standa að Óskarsverðlaunahátíðinni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fríða og Jóhann eru þar með komin með kosningarétt á Óskarsverðlaununum.

Fríða S. Aradóttir vinnur við förðun og hárgreiðslu á kvikmyndaiðnaðinum og hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir störf sín. Hún hefur meðal annars starfa við kvikmyndirnar Forrest Gump og Jurassic Park.

Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni The theory of Everything og fékk Golden Globe-verðlaun fyrir sömu mynd.

Á vef RÚV kemur fram að 322 voru gerðir að meðlimum í kvikmyndaakademíunni í dag. Þar með varð fjöldi meðlima akademíunnar rúmlega 7.000.

Auglýsing

læk

Instagram